Einföld og góð netmiðlun

Viltu samtengja vefinn þinn og Facebook við aðra samfélagsmiðla til að ná hámarksárangri með lágmarks fyrirhöfn? 


Sterk framsetning á netinu er lykilinn að aukinni sölu

Gengur þér illa að selja á netinu? Póstarðu bara einhverju, stundum? Þá ertu ekki að nýta tíma og peninga vel. Ég samstilli vefinn þinn og Facebook við aðra samfélagsmiðla til að ná hámarksárangri með lágmarks fyrirhöfn.
Ef þú nýtir vef og samfélagsmiðla saman á réttan hátt til að ná til markhópsins þíns þá geturðu aukið bæði heimsóknir og sölu með litlum tilkostnaði.

  

Sendu mér línu

Tilboð til betri netmiðlunar

Hvar er verst ástandið hjá þér í netmiðluninni? Þú þarft að vita það og laga annars detturðu fljótt aftur úr í hraðri þróun samfélagsmiðla. 

Ég finn veiku hlekkina í netmiðlun þinni og geri skýrar tillögur til einfaldra og raunhæfra úrbóta í stuttri skýrslu. Við förum saman yfir skýrsluna og ákveðum framhaldið.
45.000 
15% afsláttur til 15. feb.

Leitarvélabestun

Geta viðskiptavinirnir fundið þig?

  • Ég greini vefinn þinn og skrifa stutta skýrslu
  • Þú færð skýrar leiðbeiningar um úrbætur
  • Skýrslan nýtist þér óháð framhaldi
Hvað er innifalið?

Frá 30.000 á mánuði
Ár fyrirfram – 20% afsláttur

Umsjón miðlunar

Tekur samfélagsmiðlunin of mikinn tíma?

  • Hvað viltu gera? Ég sé um hitt.
  • Við vinnum saman efnið og setjum á miðlana
  • Ég skrifa texta og vinn myndefni
  • Þú lærir af mér og tekur við því sem þú vilt
Vantar þig aðstoð?

Heyrðu í mér

Sláðu á þráðinn í 8978229 eða sendu mér línu hér fyrir neðan til að fræðast  um hvernig ég get bætt kynningu og sölu þína á netinu.

ERTU EKKI Á SAMFÉLAGSMIÐLUM?

Þar eru viðskiptavinirnir

Það eru allir á Facebook, þú þarft að vera þar líka. Yngra fólkið er á Instagram og margir eru líka á Twitter og Snapchat. Þú þarft að vera þar sem þinn markhópur er og senda honum rétt skilaboð. Heyrðu í mér og við förum saman yfir þínar þarfir og væntingar. Markmiðið er að minnka þína vinnu og bæta netmiðlun þína með skýrum ferlum og samtengingu miðla.

Sendu mér línu eða hringdu í 8978229
ERTU MEÐ LÉLEGAN VEF?

Vefur þarf ekki að vera dýr

Vefurinn þinn er kjarni netmiðlunar þinnar og þú þarft að hafa góðan vef til að selja vel. Hvort sem þú ert að selja vörur, ímynd eða þjónustu. Skýr og fallegur vefur þarf ekki að kosta mikið og getur skilað þér margfalt til baka því sem hann kostar.

Sendu mér línu eða hringdu í 8978229

Pistlar og fréttir

Við viljum flest fylgjast með en upplýsingaflóð nútímans getur gert okkur erfitt fyrir. Hér er að finna stutta pistla þar sem ég kem beint að efninu um netmiðlun og skyld efni.

Viltu fá meiri netkynningu
fyrir minni pening?

Þá eru A/B prófanir eitthvað fyrir þig. Þær hjálpa þér til að sjá hvað virkar vel og hvað fær fólk til að smella á auglýsingarnar þínar […]

Lesa meiira
04/02/2018 0

Er Facebook á niðurleið?

Facebook mun um fyrirsjáanlega framtíð vera langstærsti samfélagsmiðillinn en þátttaka er á niðurleið,  m.a. vegna minnkandi trausts og leiða á auglýsingum og upplýsingasöfnun. […]

Lesa meiira
28/01/2018 0

Einfaldar leiðir til að koma vefnum þínum ofar í leitarvélum

Það skiptir gríðarlega miklu máli að vefurinn þinn finnist í leitarvélum og því ofar sem hann er, því fleiri heimsóknir færðu. Það er hægt að eyða óendanlega mikilli vinnu í leitarvélabestun en oft er nóg að gera bara það nauðsynlegasta. […]

Lesa meiira
21/01/2018 0

Hver er þessi Gunnar?

Ég var fyrsti vefstjóri landsins í fullu starfi hjá Miðheimum frá ’94. Hef unnið við miðlun á fjölbreyttum grunni fyrir á annað hundrað ánægða viðskiptavini. Ég sérhæfi mig í miðlun á netinu, kann þar til flestra verka og er með góða innsýn í þau verk sem ég kann ekki.  Ég er óháður öðrum þjónustu- og hagsmunaaðilum.

Frá 2008 til 2017 unnum við Róbert félagi minn það afrek að gera yfir milljón manns kleift að taka þátt í auknu og bættu lýðræði, víðsvegar um heiminn. Sem framkvæmdastjóri lítillar sjálfseignarstofnunar gekk ég í öll þau störf sem þurfti og öðlaðist dýrmæta reynslu á mjög mörgum sviðum.

Citizens Foundation
LÝÐRÆÐI FYRIR ALLA

Ég vinn með þína hagsmuni í huga og fer einföldustu og ódýrustu leiðirnar að góðri niðurstöðu. Ég forðast sérsmíði og vesen en nota þau tól og tæki sem eru í boði á netinu og henta hverju verki. Ég greini og skipulegg, klára á réttum tíma og bý vel um þig til framtíðar.

Gunnar Grímsson
ÓHÁÐUR RÁÐGJAFI
Ferilskrá mín í rafrænni miðlun

Ég stýrði og bar ábyrgð á að umbylta vefmiðlun Háskóla Íslands 2007 – 2008. Ásamt góðu starfsfólki valdi ég vefkerfi og sameinaði 15 ólík vefsvæði í einn skýran vef og hafði umsjón með allri vinnu, hönnun og skipulagi. Ég skipulagði og stjórnaði nýrri vefdeild sem ber í dag ábyrgð á vefmiðlun HÍ.

Háskóli Íslands
Stærsti háskóli landsins