Einfaldar leiðir til að koma vefnum þínum ofar í leitarvélum

Einfaldar leiðir til að koma vefnum þínum ofar í leitarvélum

21/01/2018 Samfélagsmiðlar 0

Það skiptir gríðarlega miklu máli að vefurinn þinn finnist í leitarvélum og því ofar sem hann er, því fleiri heimsóknir færðu. Það er hægt að eyða óendanlega mikilli vinnu í leitarvélabestun en oft er nóg að gera bara það nauðsynlegasta.

Að finnast í leitarvélum

Þú getur gert vefinn þinn leitarvélavænni með því að passa upp á nokkur einföld atriði. Þú þarft að ákveða hvaða orðum eða hugtökum þú vilt helst að vefurinn þinn finnist eftir. Hér að neðan eru talin upp nokkur atriði sem skipta máli en margt fleira er hægt að gera.

  • Gott innihald með efni sem höfðar til markhópsins, fræðsla og yfirsýn
    • Stuttur og skýr útdráttur, gott stutt vídeó og ítarleg umfjöllun um efnið fyrir neðan virkar vel.  Skýrar og lýsandi fyrirsagnir og millifyrirsagnir eru mikilvægar.
  • Tenglar frá öðrum vefjum
    • Tengdu á milli frá öllum svæðum sem þú hefur til umráða og biddu félaga þína um að tengja í og deila þínu efni. Magn og gæði skipta hér bæði máli, gott innihald er líklegt til að skila þér tenglum.
  • Virka vel í farsímum og spjaldtölvum
    • Leitarvélar leggja sífellt meiri vikt á þetta atriði og öll WordPress theme (útlitssnið) sem ég nota eru hönnuð fyrir farsíma.

Ef þetta er ekki í lagi þá verður mun minna gagn að annarri vinnu sem þú leggur í leitarvélarbestun. Grunnurinn verður að vera í lagi.

Fylgstu með hér (sendu mér netfangið hér að neðan) eða á Facebook , ég mun skrifa meira um leitarvélabestun á næstu vikum.

Ítarefni

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *