Viltu fá meiri netkynningu fyrir minni pening?

Viltu fá meiri netkynningu
fyrir minni pening?

04/02/2018 Samfélagsmiðlar 0

Þá eru A/B prófanir eitthvað fyrir þig, einföld próf sem allir geta framkvæmt. Þær hjálpa þér til að sjá hvað virkar vel og hvað fær fólk til að smella á auglýsingarnar þínar og minnka þar með kostnað og auka dreifingu þinnar kynningar.

Við búum til tvær útgáfur af auglýsingunni og sú sem fleiri horfa á eða smella á er notuð

  1. Þú býrð til auglýsingu og afritar hana
  2. Breytir völdu atriði eða atriðum í annari en heldur hinni óbreyttri
  3. Setur þær báðar í kynningu fyrir litla upphæð ($5 – $10)
  4. Sérð hvorri gengur betur að ná til fólks, m.a. lengd og tíðni áhorfs og fjölda smella

Þú getur núna sett þessa auglýsingu í meiri dreifingu og verið viss um að þú fáir meira fyrir peninginn. Ekki flókið.

Þú getur líka gert aðra A/B prófun með annari útgáfu af þeirri sem betur gekk í fyrra skiptið, á sama hátt og freista þess að gera enn betri auglýsingu. Við gerð næstu auglýsingu er síðan lært af þessari reynslu og notuð svipuð aðferð og gafst best síðast og að sjálfsögðu prófað áfram til að ná sem bestum árangri.

Ef þú vilt gera vísindalegar prófanir þá breytirðu bara einu litlu atriði á milli A og B en oft breytir maður meiru, skiptir út fyrirsögn, meginmáli og myndefni. Því minna sem við breytum því meira vitum við hvaða áhrif einstakar breytingar hafa.

A/B prófanir virka vel óháð tegundum kynninga, hvort sem er texti, vídeó eða annað og þær nýtast líka vel í allskonar prófanir, ekki bara á netauglýsingum.

Ítarefni

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *